mánudagur, maí 15, 2006

Hey ya'll! Mér fannst svoldið sniðugt að birta vaktaplanið mitt á síðunni svo þið dúfurnar gætuð komið í heimsókn þegar ég er að vinna og tjúttað með mér þegar ég er í fríi.


Sjáumst!

sunnudagur, maí 07, 2006

Kombakk!
Nú á þessum síðustu á verstu tímum: prófatörn er ekki seinna vænna en að koma með kombakk í bloggið. Ég er nefnilega hálflasin eins og er og er að basla við að læra stærðfræðikreisíness fyrir tölfræðipróf morgundagsins. Gott væri ef ég gæti dulbúið Jón og sent hann í minn stað. Hann þyrfti kannski að vera ívíð kvenlegri í vexti svo það gæti gengið og því verður varla farið út í slíka neyð.
Í kæruleysi prófanna ákváðum við spúsi að fara á tónleika í gær, 6. maí, á Manchester tónleikana í Höllinni. Við mættum frekar snemma til þess að sjá Trabant sem stálu senunni að vanda og Ragnar fór á kostum og brjóstum! Echo and the Bunnymen voru afar óspennó og svo hypjuðum við oss eftir Elbow því það tók jafnlangan tíma að bíða eftir hljómsveit eins og að hlusta á hana spila. Í heild voru tónleikarnir meira ótónleikar því alltaf þurfti að stilla upp á milli hjómsveita sem tók lengri tíma en þeir spiluðu í raun. Tíma illa varið þar. Fegnust var ég þó að hafa ekki keypt miða í stúku því þar var vont að vera. Illa svikið liðið sem borgaði fyrir þá vitleysu!

Gaman verður að veikindum og prófum loknum og hlakka ég mikið til að komast á Þingvellina fögru að þrífa klósett og skeina ferðamenn!