laugardagur, mars 12, 2005

Mikið lifandi skelfingar ósköp var þátturinn Reykjavíkurnætur leiðinlegur. Hann var svona alveg eins og við var að búast, sneisafullur af ofleik og ýktum alíslenskum djammatriðum. Allar persónurnar voru leiðinlegar og ekki veit ég hvað þessi þáttaröð á að fyrirstilla. Ég held að Íslendingar ættu bara að halda sig við að gera eina og eina góða mynd og sleppa því að gera svona misheppnaðar eftirhermur af erlendu drasli.

Hvers vegna er aldrei gerð almennileg spennumynd hér á landi? Ég væri til í að sjá eina alíslenska og vel leikna spennumynd í anda hinnar stórgóðu Foxtrot.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home