þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Útlit er ekki allt

-Raunasaga af silungaáti-


Fagrar umbúðir fela stundum rotið innihald og oft er flagð undir fögru skinni. Þessu komst ég að raun um snemma á sjöunda aldursári er ég var ásamt fjölskyldu minni í matarboði hjá Siddu og Árna, vinafólki nömmu og pabba. Þar settist ég við matarborðið sem var drekkhlaðið dýrindiskræsingum og varð undurfljótt starsýnt á miðju borðsins sem glitraði fögrum og bleikum geislum. Spurði ég móður mína æstur hvort þetta væri draumsýn en hún kvað þetta einungis stirnandi silungaflök. Ég gat ekki beðið eftir að bragða á slíkri fegurð og fékk mér tvö risastór flök á diskinn. Ekki leið á löngu áður en fyrsti bitinn hvarf inn fyrir vit mín en út fór hann jafnfljótt og inn hann kom. Bragðið stóð ekki undir væntingum mínum og var í engu samræmi við útlitið. Þarna sat ég sem sagt með tvö silungaflök sem mett gætu heila fílahjörð en ekki mig. Til að koma í veg fyrir leiðindi gerði ég mér upp fótbrot og komst þannig heilu og höldnu frá matarboðinu með ósvert mannorð.

Mórall þessarar skemmtilegu raunasögu er sá að silungur er ekki góður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home