miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Fátt er svo með öllu illt...


Nú er runnaræfillinn að öllum líkindum á leið aftur í Hvíta húsið til að halda áfram sínum tindáta- og lygaleik. Einu góðu fréttirnar við þessa endurkomu apafésins er sú að þetta verður hans seinasta kjörtímabil. Að fjórum árum liðnum ætti kauði vera horfinn af yfirborði stjórnmála (vonandi) og sestur að á kirkjubekkjum Texas til að spyrja Guð hvort hann hafi ekki staðið sig nógu vel (gerir hann ekki annars allt í hans nafni?).

Að öðru, hvers vegna segir Þórólfur ekki af sér? Skammast íslenskir stjórnmálamenn sín aldrei? Þetta er alveg hreint ótrúlegt. Það að menn skuli vera nefndir í sömu línu og þessir olíurisar þessa dagana á að vera nóg til þess að menn séu sekir. Hvenær gerðist það annars síðast að stjórnmálamaður hér á landi sagði af sér í kjölfar einhvers hneykslis? Ég man það ekki og bið þess vegna um að glöggir lesendur hjálpi mér við að muna það. Mig grunar allavega að Ari Karlsson viti þetta.