þriðjudagur, maí 04, 2004

Jæja kæru elskulegu vinir,
Svartnættið á að kveða niður með söng og látum. Já það líður að Evróvísíónkeppni allra Íslendinga. Þjóðarstoltið okkar mun stíga á stokk eftir strangar afhommunaræfingar í margar vikur með Selmu Butch. Segi bara svona - eru ekki allir í fílíng...? Annars langar mig bara til þess að lyfta mér upp, lepja nokkra dropa. Þó ekki væri til annars en að verða "mega-ofur-kreisí-brjálað-þunn" daginn eftir, æla jafnvel galli og vera rúmföst í dag eða svo. Jájájá! Ætla ekki allir á eitthvað djamm? Hver vill halda partý? Kannski grillpartý? Ú! Gaman. Það væri alveg brilljant ef við gætum hóað saman stórum og fjölbreyttum hóp... svona eins og mætir í partý á Kárastígnum eða eitthvað...?
Lesendur látið nú til ykkar taka í TAUTINU - segið mér og Jóni mínum hvað ykkur langar að gera þetta kvöld og hvar og með hverjum - hver veit nema að draumur ykkar rætist!
Hvet eindregið sjaldséða vini til þess að stemmingast - Eiríkur, Helga, Halldór, Ásta, Elli Tomm, Heiðdís, Sigga, Haukur, Gunnar Helga, Jenni, Ásta, Tobbi, Elli, Jens, Jóel, Gummi, Ari, Halldór, Heiddi + Frú, Jón Þór, Doddi, Dóra Björk, Dísa, Vési, Stebbi G, Rúnar, Tóbías (er ekki að bulla nöfn), Gaui, og svo auðvitað fastastörnurnar sem tekur vart að mæra enn einu sinni: Rut, Þórhildur, Ágústa, Kristín, Herdís og Ólöf! Og ef ég er að gleyma einhverjum, sem ég geri vafalaust, þá minni ég á að ég er í prófum og er undir miklu álagi! - The point is - gaman væri að hittast og hafa gaman - ef við finnum stórt og yfirgefið hús sem enginn þarf að taka til í... Uuu já. Reynum nú allavega eitthvað pípúl! Oooog tautið!