mánudagur, apríl 26, 2004

R.I.P. lýðræði Íslendinga (1944/1918-2004)


Ísland er orðið einræðisríki með Davíð Oddsson við stjórnvölinn. Mikið rosalega er maður orðinn leiður á þessum keisara Íslands. Þessi eltingarleikur við Baugsveldið er löngu orðinn leiðinlegur og lagafrumvarpið er sprottið af hans eigin hatri í garð Baugsfeðga. En, enginn þorir að mótmæla skapstirða einræðisherranum, a.m.k. ekki framsóknarmenn sem fá forsætisráðherrastólinn gefins í haust. Ekki vilja þeir missa hann.

Davíð hefur verið ágætisforsætisráðherra, en undanfarin ár hafa valdahrokinn og alræðishugsunin náð tökum á honum og er tími hans þess vegna löngu liðinn. Maðurinn ætti bara að skella sér í 19 mánaða frí til Bora Bora og lesa ævisögur Francós, Stalíns og Nerós, en þeir kónar eru fyrirmyndir Dabba keisara. Ég hef nú satt að segja enga gríðarlega trú á hinum eilíft fýlda Halldóri Ásgrímssyni sem forsætisráðherra, enda hefur Framsóknarflokkurinn verið mikið böl í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Hvernig væri ef Steingrímur J. Sigfússon myndi skipta um trú og gerast harðvítugur sjálfstæðismaður? Það væri mikill kostur fyrir landann en Steingrímur ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska stjórnmálamenn hvað rökfærslur varðar. Ég er engan veginn sammála hans skoðunum en hann er þó ávallt með sínar hugmyndir og skoðanir á hreinu og færir ávallt góð rök fyrir sínu máli án þess að fara í persónuárásir, líkt og Dabbi keisari. Einnig er hann einkar vel máli farinn og myndi að mínu mati sóma sér vel sitjandi á forsætisráðherrastólnum.

Allavega, burt með Dabba keisara, sem fyrst.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Jæja krakkar mínir! Núna hafa borist mér yfir 120 umsóknir í leynihljómsveitina frægu og fer nú gífurleg vinna í hönd við að velja út hæfustu einstaklingana. Leyniregla nr. 1 hjá mér við að taka inn tónlistarfólk var það að það mætti ekki vera heimsfrægt því þá yrði tónlistin ekki metin á eigin verðleikum. Þannig að ég neyddist til þess að hafna stórum nöfnum á borð við Paris Hilton og Willie Nelson. Paris var reyndar hafnað "fair and square" þar sem hún syngur á innsoginu - ætli fyrri reynsla spili ekki þar inní...?

laugardagur, apríl 03, 2004

Jó og jó!
Nú er stefnan tekin á að stofna hljómsveit - leynihljómsveit sem myndi jafnvel troða upp ef vel til tækist. Ég óska því formlega eftir umsóknum frá ykkur hæfileikaríka eða snauða fólki til þess að taka þátt í þessu persónulega verkefni. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið póst til mín á netfangið wienerschnitzel@visir.is ef þið hafið áhuga á að fræðast meira um verkefnið eða vera með...
Túdílú,