föstudagur, ágúst 29, 2003

Herdís á ammli í dag! Til hamingju ástin.

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Jamm, jæja og langt síðan við hjú höfum bloggað. Frétt hef ég víðast hvar um bæinn að brotist hafi út óeirðir vegna þessa sumarvarandi ástands. Nú má þó búast við því að við verðum búin að ráða bót á þessu innan skamms.

Fjör verður eflaust hjá oss annað kveld því þá munum við kveðja lungann úr vinkonuhóp mínum. Þórhildur er á leið til Finnlands í fimbulkulda og kemur víst heim að ári liðnu með erasmus reynslu í rassvasanum. Ágústa er að fara til Skotlands og ég man ekki hvort það er í hálft eða heilt ár. Vona hálft svona fyrir mína hönd. Skotland býr jú yfir ómetanlegri reynslu í fornleifadúlleríi og mun hún vonandi koma heim með glasið hálf fullt.
Svo ég haldi áfram þá er Herdísin líka að yfirgefa oss, fer héðan af landi ný orðin fræg (BBC viðtöl) og ný orðin 23 ára (á ammli á morgun) til Frakklands. Hún verður þar til að fegra og fríkka land sem er fullt af óenskumælandi fólki sem heldur að það geti bara komið til Íslands og talað bloddí frönsku! Herdís mín er nú líka búin að gera margt merkilegt í sumar - eins og t.d. að príla alla leið upp á Hvannadalshnjúk og svoleis.
Rut pía er nú bara ný komin frá Ítalíu, Verona borg nánar tiltekið, og var þar í 33° hita. Er bara ekkert búin að heyra í henni en vona að hún hafi ei breyst aftur í bjúga á enni. Stibbi hlýtur að hafa passað hana vel.
En þá eru það bara landkrabbar og kraftkvendi sem dveljast hér í vetur með hendur vel fram úr ermum. Við verðum bara að standa saman ég, Ólöf, Kristín og Rut í vetur... buhu ekki fara stelpur!

föstudagur, ágúst 08, 2003

Núna er ljúft að vera til því bleikan mjöð á að teyga og hvítan rússa að þamba í Skaftafellinu fagra í kveld. Allir velunnarar og vinir eru velkomnir en þó sérstaklega Dísa Rós sem er á leið í heimsókn til mín. Mun ég reyna eftir fremsta megni að kynna henni staðarhætti og draumfýra tjaldstæðisins. Grunar mig að samstarfsfólk mitt verði glatt og gleymið að fáum stundum liðnum því Sangría ógurleg verður á boðstólum og mjaðmaskak á dansigólfi.
Annars fékk ég allt aðra Dísu í heimsókn fyrir tveim nóttum síðan en það var hún Herdís herðafagra sem kíkti á oss og drakk bjór við annann mann. Sá maður er jafnan kallaður Einar Ísfeld og ber hrokkið hár í appelsínubleikum lit. Spurningin stóra er hvort þau hafi haldist í hendur heim eður ei, en það er mér enn hulin ráðgáta.
Nú grunar mig að ég hafi sagt of margt og mikið og jafnvel úðað frá mér of miklum fróðleik þannig ég skal í hús landvarða að kæla mitt bleika Fresíta.
!Hasta luego amigos!

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Úgg úgg!

laugardagur, ágúst 02, 2003

Svartur dagur í sögu persónu. Þjóðhátíð sem ég er ekki á, fer ekki á, kemst ekki á og má ekki fara á.